Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri í gær. Meðal þess sem er rætt er á þinginu eru að drög að skýrslu verkefnastjórnar um aðgerðir til að bæta vinnuaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Hrafnarnir vona að Heiða Björg Hilmisdóttir, verðandi formaður SÍS, og aðrir fundarmenn eyði sem minnstum tíma í að ræða þá skýrslu því að hún endurspeglar ákveðna veruleikafirringu. Í henni er í stuttu máli lagt til að sveitarstjórnarmenn fái hærri laun og fría barnapössun , fulltrúum verði fjölgað til að minnka vinnuálag og að þeim verði tryggður friður vegna ítrekaðra eineltismála.

Ljóst er að íslenskir sveitastjórnarmenn gefa hinum róttæka armi verkalýðshreyfingarinnar ekkert eftir þegar kemur að glórulausum kröfum.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist íViðskiptablaðinu sem kom út 29. september 2022.