Sprotafyrirtækið Nothing hefur tryggt sér fjármögnun fyrir yfir 200 milljón bandaríkjadollara til að koma á fót nýjum snjallsíma, en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem nýliði gerir atlögu að risunum Samsung og Apple á farsímamarkaði.

Síminn mun keyra á Android stýrikerfinu og vonar Carl Pei, forstjóri félagsins að síminn muni fá Apple notendur til að skipta yfir í Android.

„Framleiðendur Android tækja hafa hingað til verið í samkeppni sín á milli án þess að gera neitt nýtt, þeir reyna ekki einu sinni að keppa við Apple“.

Hönnun símans, sem ber nafnið Phone (1), verður kynnt í næstu viku og í kjölfarið fer hann í almenna sölu nú í sumar.