Forsvarsmenn Kempinski Hotel Bahia á Marbella á Spáni, segjast hafa skreytt dýrasta jólatré sögunnar. Tréð er sex metrrar að hæð og er skreytt með demöntum sem metnir eru á 15 milljónir dollara, um 1,85 milljarða króna.

Krúnudjásnið á trénu er rauður demantur sem metinn er á 5,5 milljónir dollara, um 700 milljónir króna. Tréð er skreytt af Debbie Wingham sem hefur áður komist í fréttirnar fyrir að skreyta dýrustu brúaðartertu allra tíma fyrir viðskiptavin í Dúbaí. Skrautið á tertunnni var metið á 75 milljónir dollara.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness var dýrasta jólatré sögunnar hingað til sett upp í Emirates Palace hótelinu í Abu Dhabi árið 2010. Skrautið á trénu var metið á 11 milljónir dollara. Til samanburðar er skrautið á Rockefeller jólatrénu á Manhattan í New York metið á 74 þúsund dollara.