Sveinn Hannesson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Jarðborana hf. en hann mun hefja störf hjá félaginu innan tveggja mánaða, að því er kemur fram í tilkynningu. Guðjón Ásmundsson fjármálastjóri gegnir stöðu forstjóra þar til Sveinn kemur til starfa.

Sigurður Sigurðsson, sem hafði verið forstjóri Jarðborana frá árinu 2015, óskaði eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu í desember síðastliðnum.

Sveinn Hannesson hefur undanfarin átta ár starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Crayon á Íslandi og auk þess leitt starfsemi þess í Norður-Evrópu. Sveinn er með meistaragráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.