Lýstar kröfur í þrotabú Íslensku auglýsingastofunnar námu tæplega 119 milljónum króna en þar af námu forgangskröfur 108 milljónum króna samkvæmt Heiðari Ásberg Atlason, skiptastjóra þrotabúsins. Auglýsingastofan var lýst gjaldþrota í lok september. 365, sem leigði félaginu skrifstofur að Bræðraborgarstíg, lýsti ekki kröfu í búið.

Sjá einnig: Tókst ekki að endursemja við 365

Stofan missti viðskipti við Icelandair sem stóð undir 35-40% af veltu félagsins ári fyrir gjaldþrotið. Ekkert fæst upp í almennar kröfur en ekki liggur fyrir endanlega hve mikið fáist upp í forgangskröfur, að sögn Heiðars.

Ábyrgðasjóður launa var stærsti haghafi þrotabúsins og eignasala búsins gerð í samráði við sjóðinn. Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson keyptu vörumerki og eignir Íslensku auglýsingastofunnar af þrotabúinu eftir gjaldþrotaskiptin.