Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í ávarpi í gærkvöldi að aðgerðapakkinn sem nemur um 38 þúsund milljörðum, eða 38 billjónum, íslenskra króna mun styðja við bændur og smærri fyrirtæki landsins. Fjármálaráðherrann Nirmala Sitharaman mun kynna frekari smáatriði á næstu dögum samkvæmt frétt BBC .

Modi sagði að með aðgerðapakkanum séu stjórnvöld að horfa til fólks sem hefur misst vinnuna og fyrirtækja sem hafa farið illa úr samkomubanni. Stjórnvöld í Indlandi höfðu tilkynnt í mars um beina peningastoð og matarstuðning að virði 1,7 þúsund milljarða rupía til aðstoðar fátækra.

Útgöngubannið í Indlandi hófst síðastliðinn 25. mars og hefur haft gríðarleg áhrif á hagkerfi landsins. Modi gaf það einnig út í árvarpi gærdagsins að útgöngubannið verði framlengt til 17. maí næstkomandi.

Sjá einnig: Horfa fram á sult vegna útgöngubanns

Staðfest smit í Indland eru um 70.000 af 1,3 milljörðum íbúa landsins. Búist er við því að fjöldi staðfestra smita í Indlandi muni í vikunni fara fram úr heildarfjölda staðfestra smita í Kína.