Kröfur voru gerðar í þrotabú Avion Properties að upphæð 3,3 milljarðar Skiptum á búinu var lokið 29. Ágúst síðastliðinn. Þeim lauk á því að tæplega 592 milljónir voru greiddar upp í veðkröfur og 25,5 milljónir voru greiddar upp í almennar kröfur. Eftir standa kröfur að upphæð 2,7 milljarðar króna.

Einn eigenda Avion Properties var Ellert Aðalsteinsson. DV greindi frá því sumarið 2011 að Ellert, og eignarhaldsfélög honum tengd, var þriðji stærsti skuldari sparisjóðsins Byrs í nóvember 2008 með rúmlega 6,1 milljarðs króna skuldir.

Skuldsetning félaga Ellerts var fyrst og fremst vegna fasteignaviðskipta en að sögn DV áttu félög í hans eigu fasteignir í Álfabakka, Borgartúni, Faxafeni, Kringlunni og Bergstaðastræti meðal annars.