Hlutabréf hafa haldið áfram að falla í verði í Kauphöllinni. Vísitala aðallista hefur lækkað um 0,5%. Bréf sex félaga hafa fallið í verði, mest bréf Landsbankans um 2,3% og Mosaic um 1,8%.

Hlutabréf FL Group hafa lækkað það sem af er um 1,5% og Kaupþings banka um liðlega 0,6%. Hins vegar hafa bréf í Straumi Burðarás hækkað um 0,6% og Össurar um tæp hálft prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði í gær 1,78% eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's breytti mati á lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum. Atlantic-Petroleum lækkaði um 5,73%, Kaupþing banki lækkaði um 2,88%, Landsbankinn um 2,22%, Flaga Group um 2,17% og Dagsbrún um 1,62%.