Hlutabréf hafa hækkað um 0,8% í dag og stendur Úrvalsvísitalan nú í 8.119 stigum. Viðskipti með hlutabréf nema nú á hádegi 6,8 milljörðum.

Mest hefur færeyska félagið Atlantic Petroleum hækkað í dag eða um 12%, því næst Teymi um 4,36%, Bakkavör um 2,13% og Exista  um 1,35%. Ekkert félag hefur lækkað í Kauphöllinni í dag.

Krónan er í miklum styrkingarham þessa daganna og hefur í dag styrkst um 0,8%. Gengisvísitalan stendur nú 113.6 stigum.