Chris Bangle, aðalhönnuður BMW á árunum 1992-2009, er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Driving Sustainability sem haldin verður á Hilton Nordica Hótelinu í Reykjavík dagana 16.-18. september.

Þar mun hann kynna sýn sína á samgöngur árið 2050. Bangle er talinn einn áhrifamesti bílahönnuður sögunnar.

Stjórnandi umræðna á ráðstefnunni verðir Rohit Talwar en hann hefur getið sé gott orð fyrir umfjöllun sína um framtíðina og þá umbreytingu sem mun eiga sér stað í lífstíl og viðhorfum jarðarbúa í ljósi breyttra aðstæðna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum Driving Sustainability ráðstefnunnar. Er þetta fjórða árið í róð sem ráðstefnan er haldin hér á landi.

„Á ráðstefnunni gefst stjórnendum, áhrifafólki, frumkvöðlum og áhugamönnum um samgöngur, orkumál og umhverfismál tækifæri til að tengjast verkefnum, kynnast nýjungum og hlýða á heimsþekkta fyrirlesara spá í samtímann og framtíðina. Á síðustu þremur árum hafa fyrirlesarar og gestir frá meira en 25 þjóðlöndum sótt ráðstefnuna í Reykjavík.

Meðal annarra ræðumanna á Driving Sustainability eru að þessu sinni stjórnendur frá stærsta orkufyrirtæki Japans, Tokyo Electric Power Company, stærsta bílaframleiðanda heims Toyota Motors og hinum umtalaða og ört vaxandi bílaframleiðanda Tesla Motors.  Landsvirkjun, CHAdeMO samtökin og Mitsubishi Heavy industries munu taka þátt í umræðum um orkumál og hlutverk orku í umbreytingu samgangna. “