Actavis og Medis unnu í gær verðlaun sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi árangur fyrirtækja sem starfa í samheita- og líftæknilyfjaiðnaði á alþjóðavettvangi eða Global Generics & Biosimilar Awards.

Verðlaun Actavis voru í flokki einkaleyfamálaferla ársins. Á árinu vann Actavis mál fyrir dómi í Bretlandi vegna markaðssetningu á samheitalyfinu Pregabalin.

Medis hlaut verðlaun fyrir viðskiptaþróun ársins fyrir markaðssetningu á lyfinu Pregabalin í þýskalandi og Bretlandi.

Medis var tillnefnt í þremur öðrum flokkum: sem fyrirtæki ársins, fyrirtæki ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, og þá var Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, tilnefndur leiðtogi ársins.