Tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu hafa tekið þeim breytingum að fólk sem á ekki eigið húsnæði getur nýtt skattaafslátt vegna séreignarsparnaðar til þess að safna fyrir eigin íbúð.

Frumvörp sem byggja á tillögunum frá því í nóvember voru kynnt í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra ræddi tillögurnar við blaðamenn eftir að hann kom af fundi.

Þær verða svo kynntar þingflokkum á morgun og síðar um daginn verður haldinn blaðamannafundur vegna þeirra.

-------------------------

ATH: Í myndskeiðinu er fullyrt að þingflokksfundir verði í dag. Það er rangt, þeir eru á morgun.