Opnað var fyrir umsóknir í Startup Reykjavík Energy í dag og verkefnið kynnt í hádeginu. Sjö teymi verða valin sem munu fá fimm milljónir í hlutafé og tíu vikna þjálfun.

Fyrirtækin sem standa að fjármögnun verkefnisins eru Landsvirkjun, Arion banki, klasasamstarfið Georg og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Teymin munu síðan fá vinnuaðstöðu í Háskólanum í Reykjavík.

VB Sjónvarp ræddi við Diljá Valsdóttur, verkefnastjóra Startup Reykjavík Energy.