*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 2. maí 2014 16:14

Áforma að bæta við sig 30 starfsmönnum

Mikið er að gera hjá TM Software. Fjölga þarf starfsfólki verulega.

Ritstjórn
Starfsfólk TM Software.
Edwin Roald Rögnvaldsson

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja, áætlar að ráða 30 starfsmenn á árinu. Ástæðan er sú að eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins hefur vaxið mikið og þarf að fjölga í starfsmannahópnum. Starfsmenn TM Software eru um 100 um þessar mundir.

Fram kemur í tilkynningu frá TM Software að tekjur jukust um 32% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er betri afkoma en reiknað var með. Þar af jukust erlendar tekjur félagsins um 90% á milli ára og eru þær nú 42% heildartekna TM Software. Áætlun TM Software gerir ráð fyrir að erlendar tekjur fyrirtækisins haldi áfram að aukast og verði sífellt stærri hluti heildartekna. Félagið áætlar að heildartekjur á árinu 2014 verði um 1,7 milljarðar króna. 

Söluaukning hefur orðið á öllum markaðssvæðum Tempo hugbúnaðar en stærstu markaðssvæði Tempo eru Norður Ameríka, Þýskaland, Bretland og Ástralía, að því er segir í tilkynningu.

Stikkorð: TM Software