„Afnám hafta er háð aðstæðum," segir Daria Zakharova, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Hún ítrekaði að hér þurfi að skapa hvata til að fá aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum Seðlabankans, t.d. með því að fella niður dagsetninguna fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Hún segir sömuleiðis mikilvægt að gera kjör aflandskrónueigenda verri eftir því sem tíminn líður.

Zakharaova fjallaði um yfirlýsingu sjóðsins ásamt Franek Rozwadowski, sendifulltrúa sjóðsins hér á landi.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir efnahagslífið á réttri leið. Hins vegar sé verðbólga í hærri kantinum og þurfi Seðlabankinn að herða frekar á peningalegu aðhaldi. Þá styður sjóðurinn útgáfu skuldabréfa og útgönguskatt á eigendur aflandskróna.

Zakharaova segir skattinn þurfa að vera töluverðan.