Bandaríski álrisinn Alcoa ætlar að draga úr álbræðslu um 12% um heim allan samfara verðlækkun á járni og og öðrum hrávörum. Aðgerðirnar, sem eiga að stuðla að minni rekstrarkostnaði fyrirtækisins, færast til bókar á fjórða uppgjörsfjórðungi fyrirtækisins. Af þeim sökum mun félagið skila tapi í fyrsta sinn í rúm tvö ár, samkvæmt frétt Reuters um málið.

Fréttastofan segir ekki útilokað að Alcoa, sem rekur álver á Reyðarfirði, grípi til frekari niðurskurðaraðgerða þar sem bæði álverð hafi lækkað auk þess sem dregið hafi úr eftirspurn í Kína og fleiri mörkuðum. Þá munu talsverðar álbirgðir í Bandaríkjunum og Evrópu ofan í skuldakreppuna á evrusvæðinu, leitt til þess að álverð lækkaði um 18% á síðasta ári. Það er nú komið undir 2.500 dali á tonnið.