*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 13. apríl 2017 12:04

Alvarlegar afleiðingar

Ef það slyppu 20 þúsund laxar úr sjókví við Ísland, eins og gerðist í Skotlandi, gæti það haft alvarlegar afleiðingar.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Alls sluppu um 20 þúsund eldislaxar úr sjókvíum Scottish Sea Farm við eyjuna Mull í Skotlandi í lok mars.Viðskiptablaðið hefur sagt frá þessu og eignatengslum SalMar, sem á stóran hlut í Scottish Sea Farm og Arnarlaxi á Vestfjörðum.

Landssamband veiðifélaga (LV) hefur gagnrýnt sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi á Íslandi harðlega. Jón Helgi Björnsson, formaður LV, segir að ef álíka slys yrði á Íslandi og varð í Skotlandi í lok mars gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar.

„Þarna gerist nákvæmlega það sem við höfum verið að vara við," segir hann. „Ef það slyppu 20 þúsund norskir laxar úr sjókví við Ísland þá er það ríflega helmingur villta íslenska hrygningarstofnsins, sem telur um 35 þúsund fiska í þokkalegu ári.

Miðað við þau áform, sem eru upp í laxeldi hér á landi, þá munu svona slys verða við strendur Íslands jafnvel þó menn segist fylgja ströngustu stöðlum um sjókvíaeldi. Reynslan frá Noregi sýnir að þessi frjói eldislax blandast villtum stofnum og svona slys munu því hafa mjög alvarlega afleiðingar fyrir íslenska villta stofninn."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.