Spjaldtölvan Kindle Fire verður að öllum líkindum kynnt í dag, samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Græjan er smíði Amazon, en fyrir framleiðir fyrirtækið Kindle, vinsælustu lestölvu heims. Amazon hefur selt um 17 milljónir Kindle tölva.

Spjaldtölva Amazon bætist við á ört stækkandi markað slíkra tölva. Apple iPad er þar langvinsælust og er því velt upp hvort Kindle Fire geti gert það sem öðrum framleiðendum hefur ekki tekist hingað til, að verða raunverulegur keppinautur iPad.

Búist er við að verð á Kindle Fire verði um 300 dollarar, jafnvirði um 35.000 króna. Ódýrasta gerðin af Apple iPad kostar um 499 dollarar.

Uppfært:

Amazon staðfesti komu tölvunnar í dag. Hún mun kosta 199 dollara, sem er minna en búist var við, og keyra á Android stýrikerfi Google.