Snæbjörn Steingrímsson segir kvörtunum til að mynda hafa fækkað frá því sem áður var fyrir tíma kerfisins. Samningurinn rennur út í júlí í sumar og segir Snæbjörn að hjá SMÁÍS vilji menn halda áfram að nota kerfið. Ljóst er að gera þarf upp núverandi samning með einhverjum hætti áður en samkomulag um áframhaldandi notkun liggur fyrir.

Framkvæmdastjóri SMÁÍ segir að almennt sé ánægja með hollenska kerfið sem notað er til að aldursmerkja myndir. Viðskiptablaðið greindi frá því að Samtök myndrétthafa á Íslandi hafa notað kerfi til að aldursmerkja kvikmyndir og annað efni um árabil án þess að greiða eiganda kerfisins fyrir notkunina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.