Von er á ódýrari gerð af iPhone 4, snjallsíma Apple, á markað innan skamms. Kóreskur birgir, sem framleiðir símana fyrir Apple, framleiðir nú síma með 8 gígabæta geymsluplássi en þeir hafa hingað til eingöngu verið fáanlegir með 16 eða 32 gígabæta plássi.

Samkvæmt heimildum Reuters kemur ódýrari gerðin á markað innan nokkurra vikna. Apple, sem jafnan upplýsir ekki um nýjungar fyrr en með formlegum hætti og staðfestir aldrei orðróma, vildi ekki tjá sig um málið.

Til viðbótar við ódýrari gerð af útgáfu 4 af iPhone er hávær orðrómur að útgáfa 5 verði kynnt í lok september. Framleiðendur þess síma, sem eru tveir talsins og báðir í Asíu, hafa verið beðnir um að undirbúa framleiðslu fyrir allt að 45 milljónir síma. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs seldust rúmlega 20 milljónir iPhone snjallsíma