Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti stöðu fyrirtækisins á opnum ársfundi Orkuveitunnar sem haldinn var í fyrradag. Þar kom fram að staða fyrirtækisins væri nokkuð góð en að forsendur til að greiða arð af starfsemi hennar til Reykjavíkurborgar verða ekki til staðar fyrr en eftir árið 2016 að mati Bjarna.

VB Sjónvarp ræddi við Bjarna.