Atvinnuleysi mældist 21,5% á Spáni á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt hagstofu landsins, INE. Breska dagblaðið Financial Times segir þessar tölur endurspegla þá kreppu sem Spánn er að ganga í gegnum.

Atvinnulausum fjölgaði um tæplega 145 þúsund á milli fjórðunga og mældu fimm milljónir manna göturnar í lok september.

Aðstæður eru hvergi jafn slæmar innan aðildarríkja Evrópusambandsins og á Spáni. Meðalatvinnuleysi innan ESB er helmingi lægra en á Spáni.