Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, hefur verið handtekinn í tengslum við meintar mútugreiðslur Samherja til hans og fleiri Namibískra embættismanna. Stundin greindi fyrst íslenskra fjölmiðla frá málinu og hafði eftir namibískri útvarpsstöð , sem segir yfirmann lögreglunnar þar í landi hafa staðfest fregnirnar.

Auk Esau er fyrrum framkvæmdastjóri Namgomar, Ricardo Gustavo sagður í haldi, en fyrirtækið er sagt hafa útvegað Samherja kvóta á grundvelli milliríkjasamnings við Angóla, sem gerður hafi verið í þeim eina tilgangi gegn mútugreiðslum.

Esau og samráðherra hans í dómsmálum, Sacky Shanghala, sögðu af sér embætti daginn eftir umfangsmikla umfjöllun Kveiks um málið, í kjölfar þrýstings frá forseta afríkuríkisins, Hage Geingob. Esau sagði við það tilefni ásakanirnar á hendur sér vera skáldaðar.

Namibíubúar ganga til þing- og forsetakosninga næstkomandi miðvikudag.