Eins og undanfarin áratug skorar Noregur hæst á listanum yfir þau lönd sem er best að búa í þar sem tekið er mið væntum lífaldri, menntunarstigi og vergri landsframleiðsluuá mann mælt í kaupkrafti.

Ísland er í 14 sæti á nýbirtum lista Human Development Reports en á eftir Noregi í efstu sætunum koma Ástralía, Holland, Bandaríkin, Nýja Sjáland, Kanada, Írland, Liechtenstein, Þýskaland og Sviþjóð.

Lýðveldið Kongó fær þann vafasama heiður að verma neðsta sæti listans.