*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 11. júlí 2019 14:12

Bílastæðaleit veldur umferðartöfum

Stýrihópur um bílastæðagjöld segir 30% umferðar í miðborginni koma frá leit að bílastæðum. FÍB bendir á fækkun þeirra.

Ritstjórn
Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB.
Haraldur Guðjónsson

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir viðamiklar framkvæmdir og löng leit ökumanna að bílastæðum valdi umferðartöfum í miðborginni að því er Fréttablaðið fjallar um.

Vitnar hann þar í ályktun stýrihóps sem eins og sagt var frá í fréttum í gær áætlar að lengja gjaldtöku á bílastæðum í miðborginni, bæði frameftir kvöldi og fram á sunnudaga sem hingað til hafa verði gjaldfrjálsir dagar. Þar kemur fram að 30% umferðar í umferðinni stafi af ökumönnum í leit að bílastæðum, en Runólfur bendir auk þess á viðamiklar framkvæmdir á svæðinu.

„Þessi svokallaða stýring bílastæða virðist ganga út frá því að draga enn frekar úr möguleikum íbúa og gesta á að sækja inn í kjarna höfuðborgarinnar, segir Runólfur um tillögur stýrihópsins sem vilja með ákvörðuninni auka nýtingu bílastæðahópa borgarinnar.

„Á undanförnum árum hefur bílastæðum í miðborginni fækkað verulega, og á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ökutækja í höfuðborginni meðfram þeirri ferðamannaöldu sem hefur gengið yfir síðustu ár. Því hefur ekki verið mætt með auknu framboði heldur frekari þrengingu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is