Sterkir bæir eru, þegar allt kemur til alls, bæir sem geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og eru ekki háðir neinum öðrum þegar kemur að framtíð þeirra.“ Þetta segir Charles Marohn, formaður og stofnandi bandarísku stofnunarinnar Strong Towns sem beitir sér fyrir endurnýjun bandarískra bæjarfélaga og fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Marohn féllst á að ræða við Viðskiptablaðið í tilefni sveitarstjórnarkosninganna um hvernig yfirvöld eiga að fjárfesta í borgum og bæjum, efnahagsleg áhrif þéttingu byggðar, kosti þess og galla að hafa flugvöll í miðri borg og hver sé í raun hagkvæmasta leiðin til að skattleggja íbúa borga og bæjarfélaga.

„Ef það er eitthvað eitt sem maður þarf að hafa í huga þá er það að skoða fjárfestingar bæjarfélaga sem ferli í mótun sem hefur ákveðinn líftíma,“ segir Marohn, spurður að því hvað yfirvöld ættu að hafa að meginreglu þegar þau leggjast í auknar fjárfestingar. „Þær þurfa alltaf að miða að því að þróast, að fara á þetta næsta stig í átt til þess að verða betri.“

Jafnvægi skipir mestu máli
„Markmiðið, fyrir mér, er að staðir lifi af,“ segir Marohn. „Þetta snýst minna um vöxt en að ná jafnvægi á opinberum fjárfestingum og fjárfestingum einkaaðila. Einhver hagkvæmasta nýting á landi er t.d. bújörð. Bóndabær hefur tiltölulega litla arðsemi þegar kemur að skatttekjum en að sama skapi krefst hann ekki mikillar þjónustu. Í borg hins vegar ertu kominn með alls konar þjónustukostnað. Þá verða skatttekjur borgarinnar að koma til móts við það og verða í raun að vera hærri til að geta náð yfir allan þennan kostnað. Þannig að þetta snýst mun meira um jafnvægi heldur en bara vöxt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .