Þegar hvorugur stjórnarflokkur vill ganga í Evrópusambandið er eðlilegt að vera ekki bjartsýnn á viðræður. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi VÍB í morgun. Þar voru líflegar umræður um Evrópusambandið og gengið var hart að Bjarna að svara hver stefna ríkisstjórnarinnar væri.

Allir stjórnendur sem rætt var við á fundinum voru sammála um að ljúka þurfi aðildarviðræðum.