Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrum eigandi Landsbankans, furðar sig á því að upplýsingar um að þrotabú Landsbankans hafi átt fyrir Icesave-skuldum hafi ekki verið gerðar opinberar fyrr.

Umræðan á Íslandi hefur verið óréttlát og ofsafengin að mati Björgólfs. Hann segir þetta mál einhverra hluta vegna hafa verið tengt við hann og það hafi verið erfitt að hlusta á ásakanir um að hann væri föðurlandssvikari vegna Icesave-málsins.