Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 9. apríl. Nýir stjórnarmenn eru Bogi Nils Bogason og Ægir Páll Friðbertsson. Úr stjórninni ganga Ólafur Rögnvaldsson og Pétur Þ. Óskarsson. SA greinir frá þessu á vef sínum .

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá var Eyjólfur Árni Rafnsson endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins .

Stjórn SA 2019-2020 er skipuð eftirtöldum aðilum:

  • Árni Sigurjónsson, Marel
  • Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki
  • Bjarnheiður Hallsdóttir, Katla DMI
  • Bogi Nils Bogason, Icelandair
  • Davíð Torfi Ólafsson, Íslandshótel
  • Elín Hjálmsdóttir, Eimskipafélag Íslands
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís
  • Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaup
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Helga Árnadóttir, Bláa Lónið
  • Hjörleifur Stefánsson, Nes-raf
  • Hörður Arnarson, Landsvirkjun
  • Jens Garðar Helgason, Laxar fiskeldi
  • Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands
  • Margrét Sanders, Strategía
  • Rannveig Rist, Rio Tinto Íslandi
  • Sigurður R. Ragnarsson, Íslenskir aðalverktakar
  • Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðin
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa
  • Ægir Páll Friðbertsson, HB Grandi