ESA, eftirlitsstofnun EFTA, setti stóru viðskiptabönkunum þremur margvísleg skilyrði síðastliðið sumar. Skilyrðin snúa meðal annars að hagræðingu, sölu eigna í óskyldum rekstri sem skal ljúka fyrir tilteknar dagsetningar og bann við kaupum á öðrum fjármálastofnunum. Bankarnir hafa þegar brugðist við að hluta.

Bankarnir þrír féllust allir á að yfirtaka ekki aðrar fjármálastofnanir fyrr en í fyrsta lagi undir lok árs 2014. Landsbankanum er óheimilt að taka yfir aðrar fjármálastofnanir fyrir 1. desember 2014, Íslandsbanka er það óheimilt þar til 15. október 2014 og Landsbankanum er óheimilt að ráðast í yfirtökur á fjármálastofnunum þar til 15. desember 2014. Gerður er sá fyrirvari að ef Fjármálaeftirlitið heimilar yfirtöku og hún þyki nauðsynleg til að viðhalda fjármálastöðugleika þá sé hún leyfileg.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.