Eins og Viðskiptablaðið greindi frá um helgina hafa þýsk stjórnvöld keypt upplýsingar frá uppljóstrara um skattalagabrot um 750 Þjóðverja sem talið er að hafi falið fjármagn sitt í Liechtenstein til að forðast skattgreiðslur.

Bresku ríkisskattstofunni, HM Revenue & Customs bauðst að kaupa upplýsingar áður en neitaði þá að greiða fyrir þær. Talið að upplýsingarnar um skattalagabrotin hafi komið frá fyrrverandi starfsmanni LGT bankans í Liechtenstein.

Þýsk yfirvöld greiddu um 414 milljónir króna fyrir upplýsingarnar í janúar 2006 en hafa nú fengið bresk yfirvöld til að greiða uppljóstraranum um 13 milljónir króna fyrir aðgang að sömu upplýsingunum.

Financial Times greinir frá þessu í dag og hefur heftir heimildarmanni að bresk stjórnvöld kunni að hafa orðið af allt að 13 milljarða króna skattgreiðslum en einnig kemur fram bæði þýsk og bresk stjórnvöld vinni saman að málinu.