Ómar Freyr Sigurbjörnsson, rannsóknarstjóri hjá Carbon Recycling, segir að á síðustu árum hafi miklar breytingar átt sér stað á þýska orkumarkaðnum. Carbon Recycling stefnir að því að byggja 1,5 milljarða metanólverksmiðju í Þýskalandi.

„Þjóðverjar eru smám saman að loka kjarnorkuverunum og bæta við gríðarlega miklu magni af sólar- og vindorku í kerfið,“ segir hann. „Í dag er staðan sú að 70 gígawött af raforku eru framleidd með sólar og vindorku. Á hverju ári eru þeir að bæta við um 5 gígawöttum inn á kerfið með þessum orkugjöfum. Til samanburðar er heildar raforkuframleiðslan hér heima um það bil 2,5 gígawött á ári.

Ómar Freyr segir að heildsöluverð á raforku í Þýskalandi hafi lækkað nokkuð skart með tilkomu vind- og sólarorku. „Þegar þessir orkugjafar hafa verið byggðir þarf raforkunetið að taka við orkunni því þeir njóta forgangs inn á netið. Ef framboðið verður meira en eftirspurnin þá lækkar heildsöluverð og það er það sem hefur verið að gerast."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .