*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 3. febrúar 2016 13:45

Tækniakademía fyrir stelpur

SKEMA og Advania hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára um stofnun tækniakademíu fyrir stúlkur.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Upplýsingafyrirtækið Advania og menntunar- og tölvuþróunarfyrirtækið SKEMA hafa nú stofnað til samstarfsverkefnis. Samið er um þriggja ára samvinnu. Markmið samstarfsins er að stofna til tækniakademíu fyrir stúlkur.

Akademían á að vekja áhuga stúlkna á forritun og hvetja þær til frekara náms í tölvunarfræðigreinum. Samstarfið mun ná til fleiri þátta - en einnig er því ætlað að flýta fyrir uppbyggingu nýs tækniseturs SKEMA við Síðumúla.

Að mati Ægis Más Þórissonar forstjóra Advania og Rakelar Sölvadóttur framkvæmdastjóra SKEMA er mikilvægt að fjölga konum í hópi forritara, og að það skipti máli að vekja áhuga ungra stúlkna á tölvum og forritun.

Drengir eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja forritunarnámskeið hjá SKEMA, en þetta hlutfall endurspeglar svo kynjaójafnvægið em ríkir í atvinnugreininni sem heild.

Stikkorð: Advania Tölvur Tækni SKEMA Forritun Stúlkur