Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga keypti 5 milljóna króna hlut í félaginu í dag eða 65 þúsund hluti a genginu 79,5 krónum á hlut. Félagið hefur lækkað um 3% frá birtingu uppgjörs í gær .

Davíð, sem gegnir stöðu fjármálastjóra Nordic Visitor, var fyrst kjörinn í stjórn Haga árið 2018. Hann tók svo við stjórnarformennsku um mitt ár 2020.

Gengi bréfa Haga hefur lækkað um tæp 3% í viðskiptum dagsins og standa nú í 81 krónu á hlut. Samkvæmt ársreikningi Haga sem birtur var í gær átti Davíð fyrir um 300 þúsund hluti í félaginu sem eru um 24 milljóna króna hlut.