Deutsche Bank hefur sett saman starfshóp sem er ætlað að meta hvort hagstæðara sé fyrir bankann að flytja hluta af starfsemi hans úr Bretlandi til Þýskalands fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. BBC News greinir frá þessu.

Starfshópurinn var stofnaður nýlega og engar ákvarðanir hafa verið teknar, segir talsmaður bankans í samtali við BBC. Um níu þúsund einstaklingar starfa fyrir bankann í Bretlandi.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretland að Evrópusambandinu fyrir árslok 2017.