*

þriðjudagur, 21. september 2021
Fólk 6. september 2020 18:01

Eindreginn áhugi á fólki

Tinni Kári Jóhannesson hefur verið ráðinn ráðningarstjóri og „senior“ ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.

Sigruður Gunnarsson
Tinni Kári Jóhannesson.

Starfið felst í að koma að uppbyggingu á ráðningastofu sem Andrés Jónsson hefur haldið úti með hléum í nokkur ár. Þetta felur í sér að finna flott fólk sem hæfir starfinu, meta hæfni þess og hvernig það passar inn í eininguna,“ segir Tinni.

Hann vann áður hjá Capacent í tveimur lotum. „Í fyrra skiptið kom ég inn í almennar ráðningar en þróaðist í átt að stjórnendaráðningum. Sú vegferð hélt áfram þegar ég flutti út til Kanada og vann þar í tvö ár. Þar var ég einnig með áherslu á að para saman persónuleika og vinnustaðamenningu. Ég nýtti mér þá reynslu þegar ég sneri aftur til Capacent í byrjun síðasta árs.“

Hann segir sitt sérsvið alltaf hafa verið fólk og að hann hafi eindreginn áhuga á hegðun einstaklinga og hegðunarmynstri. „Það sem kveikir mest á mér þegar ég vakna á morgnana er að skilja hegðun. Sama á við um vinnustaðamenningu sem er erfitt að greina en þó er hægt með ákveðnum aðferðum að skilja hvernig þessi félagsfræðilega skepna virkar.“

Spurður um hvernig það kom til að hann valdi þennan starfsferil, segist Tinni hafa dottið inn á hann. „Ég hef alltaf unnið með fólki. Ég byrjaði í félagsmálabransanum og vann hjá ÍTR og hjá skólaog frístundasviði hjá borginni. Ég stofnaði líka lítið fyrirtæki, Úthópía, sem gaf sig út fyrir hópefli og liðsheildarþjálfun. Þegar ég sá starfsauglýsingu hjá Capacent þá stökk ég á tækifærið til að prófa eitthvað nýtt. Þegar ég var kominn inn í þetta þá var mjög auðvelt að sökkva sér inn í þetta því þetta passar rosalega vel við mig.“

Nánar er rætt við Gunnar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér