Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögu selabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. nefndarmaðurinn vildi lækka vexti um 0,25 prósentur vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúskaparins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands.

Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem er birt á vefsíðu Seðlabanka Íslands í dag, venju samkvæmt tveimur vikum eftir að ákvörðunin er kunngjörð. Fjórir nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra. Sá sem greiddi á móti hélt því fram að ólíklegt væri að verðbólga af völdum óróa á alþjóðlegum hrávörumörkuðum myndi framkalla hrinu verð- og launahækkana í hinum veika íslenska þjóðarbúskað og hún ætti ekki að koma í veg fyrir að Seðlabankinn lækkaði vexti.