Banco Base, þriðji stærsti banki Spánar ef litið er til innstæðna, mun óska eftir 2,8 milljarða evra ríkisframlagi úr björgunarsjóði landsins á næstu dögum. Upphæðin er nærri tvöfalt hærri en Seðlabankinn á Spáni bjóst við. Financial Times fjallar um málið í dag.

Talsmaður bankans gat ekki sagt afhverju bankinn óskar eftir svo hárri fjárhæð.

Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn 30 spænskra banka í síðustu viku. Áður hafði matsfyrirtækið lækkað lánshæfi Spánar.