Bandaríska lággjaldaflugfélagið Frontier Airlines óskaði í dag eftir greiðslustöðvun en Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að félagið muni óska eftir gjaldþrotaskiptum á næstu dögum.

Félagið segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa áhrif á flugferðir félagsins og að starfsmenn muni áfram fá greidd laun. Á fréttavef Reuters kemur fram að frá og með deginum í dag muni kreditkorta fyrirtæki vestanhafs halda aftur greiðslum af kreditkortum af bókunum.

Þar með er Frontier orðið fjórða flugfélagið sem hættir starfssemi eða verður gjaldþrota í þessum mánuð en nýlega tilkynntu bandarísku flugfélögin ATA Airlines, Aloha Airgroup og Skybus Airlines að félögin myndu hætta starfssemi sökum erfiðleika í rekstri.