Á ríkisstjórnarfundi í morgun lagði dómsmálaráðherra til að Eva Joly yrði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu samþykkti ríkisstjórnin þá tillögu.

Eva Joly er víðkunn af rannsóknum sínum á fjármálabrotum og fjármálaspillingu í Evrópu og víðar og gegndi áður stöðu rannsóknardómara í Frakklandi en er nú meðal annars ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar.