Fjármálasérfræðingar segja mjög hætt við að skuldakreppan á evrusvæðinu hafi neikvæð áhrif á heimshagkerfið og séu líkur á að önnur kreppa skelli á.

Þetta mat er í samræmi við niðurstöðu könnunar Reuters-fréttastofunnar á meðal hagfræðinga. Sextíu prósent þeirra telja líkur á annarri kreppu, í það minnsta á evrusvæðinu.

Líklegast þykir að samdráttar muni gæta á Ítalíu, Frakklandi og á Spáni.

PMI-vísitalan, mælir virknina í framleiðslu- og þjónustugeirum evrulandanna, mældist 47 stig í nóvember samanborið við 46,5 stig í október. Núllpunkturinn þar sem hagvöxtur miðast við er hins vegar 50 stig. Af þessum sökum telja flestir hagfræðingar í samtali við Reuters-fréttastofuna líkur á því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum á fimmtudag.