Í samræmi við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur hefur eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur lýst breytingu á skipan stjórnar OR. Af hálfu Reykjavíkurborgar kemur Eyþór Laxdal Arnalds í stað Kjartans Magnússonar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Í stjórn Orku­veit­unn­ar fyr­ir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar sitja þá núna Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir, sem er formaður, Gylfi Magnús­son, sem er vara­formaður, Sig­ríður Rut Júlí­us­dótt­ir, Hild­ur Björns­dótt­ir og Eyþór Lax­dal Arn­alds. Til vara: Auður Her­mann­d­ótt­ir, Mar­grét S. Björns­dótt­ir, Páll Gests­son, Katrín Atla­dótt­ir og Björn Gísla­son.

Fyr­ir hönd Akra­nes­kaupstaðar er Val­g­arður Lyng­dal Jóns­son og Guðjón Viðar Guðjóns­son til vara og fyr­ir hönd Borg­ar­byggðar er Hall­dóra Lóa Þor­valds­dótt­ir og Lilja Björg Ágústs­dótt­ir til vara.