Í rannsókn sem Facebook lét fyrirtækið ComScore gera fyrir sig kemur fram að gagnrýni á virkni auglýsinga á Facebook sé ekki rétt. Dæmi er tekið af auglýsingum fyrir Starbucks-keðjuna en rannsakendur halda því fram að þeir notendur sem sáu auglýsinguna voru 38% líklegri til að versla hjá Starbucks innan fjögurra vikna en þeir sem ekki sáu auglýsinguna.

Einnig var því haldið fram að dæmi hafi verið um að verslun á netinu hafi verið 56% líklegri hjá notendum sem sáu auglýsingu ónefndar verslunarkeðju.