Útlit er fyrir að farþegum um Keflavíkurflugvöll gæti fjölgað um 14,3% milli ára á tímabilinu 26. október 2014 til 25. mars 2015 samkvæmt gögnum Isavia yfir úthlutuð stæði. Þetta kemur fram í frétt á vef Íslandsbanka .

Ef litið er á aukningu hlutfallslega milli mánaða þá verður aukningin mest í nóvember, um 21,5%. Yfir aðra mánuði mun aukningin nema á bilinu 11-13%. Þó er vert að athuga að úthlutuð stæði þurfa ekki endilega að verða mælikvarði á endanlega flogið flug, það gætu verið fleiri flug. Brottfarir um Keflavíkurflugvöll hafa til að mynda verið mun fleiri flesta mánuði en tölur yfir úthlutuð stæði gáfu tilefni til að ætla.