Icelandair flutti 231 þúsund farþega í millilandaflugi í nóvembermánuði þessa árs, sem er fimmtungsfjölgun frá sama tíma í fyrra.

„Framboðsaukning nam 23% og sætanýting var 79,0% samanborið við 78,3% í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin hefur aldrei verið hærri í nóvember. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru tæplega 23 þúsund í nóvember og fjölgaði um 2% á milli ára,“ segir í fréttatilkynningu Icelandair.

„Sætanýting nam 67,2% og lækkaði um 7,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 1% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 4% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins var 76,5% samanborið við 70,6% í fyrra.“