Kínversk stjórnvöld hafa skipt út fjármálaráðherranum Lou Jiwei fyrir hinn óþekkta Xiao Jie. Mannabreytingarnar hafa verið talsvert umdeildar, hjá þessu næst stærsta hagkerfi heimsins.

Fráfarandi fjármálaráðherrann, Lou, lagði mikla áherslu á endurbætur á kínverska hagkerfinu. Xiao arftaki hans hefur löngum verið embættismaður hjá kínverska fjármálaráðuneytinu. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um þá hafa verið talsverðar áhyggjur af þróun efnahags Kínverja upp á síðkastið. Til að mynda þá hefur kínverska hagkerfið vaxið um 6,7% á þriðja ársfjórðungi þrjú ár í röð.