Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)

Flugfélag Íslands og grænlensk stjórnvöld hafa undirritað samning til næstu tveggja ára um flug frá Reykjavík til Kulusuk og Constable Pynt á austurströnd Grænlands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands sem hefur sl. 5 ár gert samkomulag við grænlensk stjórnvöld um flug á milli landanna og kemur þessi samningur í framhaldi af því.

Flogið er tvisvar í viku allt árið um kring milli landanna og í tilkynningunni kemur fram að þessar samgöngur séu ákaflega mikilvægar fyrir byggðarfélögin og byggir stór hluti flutninga á aðföngum til þeirra á þeim.

Samningurinn skiptir að sama skapi töluverðu máli fyrir Flugfélag Íslands en velta á þessum tveimur árum í tengslum við þennan samning má áætla á um 500 milljónir króna.