Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun hagspá sína í höfuðstöðvum bankans. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, kynnti spánna undir yfirskriftinni „Flugtaki frestað“, en í henni er búist við hóflegum hagvexti á næstunni.

Þá segir Regína að hagvaxtartölur á fyrri hluta árs hafi valdið ákveðnum vonbrigðum en þegar nánar er rýnt í tölurnar lítur út fyrir að þrótturinn í innlenda hagkerfinu sé töluverður engu að síður.

Horfur eru á því að hagvöxtur næstu ára verði drifinn áfram af einkaneyslu. Spurð að því hvernig einkaneyslan muni þróast í framtíðinni segir Regína að útlit sé fyrir að vöxtur hennar verði að öllum líkindum sjálfbærari en áður.

VB Sjónvarp ræddi við Regínu.