Dr. Finnur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Finnur tekur við starfinu af Höllu Tómasdóttur sem lætur af störfum í haust til að stofna eigið fyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu Viðskiptaráðs.

"Finnur er doktorsmenntaður í frammistöðustjórnun í Bandaríkjunum en þar starfaði hann einnig sem ráðgjafi hjá Aubrey Daniels International í þrjú ár. Hann hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár sem lektor við viðskiptadeild, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR og sem forstöðumaður MBA náms. Finnur mun áfram gegna stöðu lektors við Háskólann í Reykjavík meðfram nýju starfi," segir í tilkynningu.   Í tilkynningu þakkar Viðskiptaráð Höllu jafnframt fyrir afar góð störf í þágu íslensks viðskiptalífs undanfarin misseri.