Lars Rohde, forstjóri danska lífeyrissjóðsins ATP, er líklegur til að að verða næsti seðlabankastjóri Danmerkur. Seðlabankastjórinn Nils Bernstein fer á eftirlaun um áramótin. Í danska dagblaðinu Jyllands Posten segir að viðskiptaráðherra Danmerkur styðji Rohde. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar sem næsti seðlabankastjóri Danmerkur eru Michael Dithmer, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyti Danmerkur, Agnete Gersing, sem er yfir einskonar neytendastofu landsins, auk Per Callesen, yfirmanni hjá danska seðlabankanum.

ATP er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur. Hann sankaði að sér hlutabréfum í stoðtækjafyrirtækinu Össuri fyrir tveimur árun en félagið var skráð á markað ytra í september 2009. Þá er ATP ekki síst þekkt hér á landi fyrir kaupin á danska bankanum FIH. Seðlabanki Íslands átti nær allt hlutafé í bankanum og seldi hann haustið 2010.

Jyllands-Posten segir málið á könnu Helle Thorning-Schmidht, forsætisráðherra Danmerkur, og muni hún taka ákvörðun um ráðninguna í sumarlok.